20.2.2008 | 23:51
Gefum lífinu lit
Bubbi heldur mér í formi um þessar mundir því hann slær taktinn þegar ég er á hlaupabrettinu. Við erfiðustu aðstæður spila ég Rammstein þegar sálin kallar eftir því.
Ég starfa daglega með starfsfélögum og viðskiptavinum frá ólíkum heimsálfum og hjartað mitt slær ekki einum takti hraðar eða hægar við að eiga samskipti við fólk af öðru þjóðerni og með ólík trúarbrögð. Þessi minniháttar atriði hafa aldrei staðið í vegi fyrir góðum vinskap.
Bubbi, gott framtak.
Sungið gegn fordómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 23:01
Ekki brjóta sparibaukinn
Í hverju þjóðfélagi finnum við fyrir spámenn sem sjá fyrir heimsenda á næsta leyti og það er ágætt að einhverjir skulu taka að sér að halda vöku okkar. Hagkerfi þrífst ekki án niðursveiflu frekar en hagkerfi þrífst ekki án uppsveiflu. Uppsveiflan kveikir undir framtakinu og einstaklingar og fyrirtæki ráðast í framkvæmdir því aðstæður bjóða upp á það. Ef uppsveiflan er endalaus þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að fyrirtæki ráði til sín fólk takmarkalaust, hækki laun og fríðindi fram úr hófi og skrifstofuhallir rísa. Taumlaus uppsveifla býður upp á taumlausa eyðslu og lítið aðhald. Niðursveifla aftur á móti er þörf áminning til allra stjórnenda um að gnægtarborðið er í raun ekki ótæmandi. Þess vegna eru niðursveiflur mikilvægur kvati til að hagræða í rekstri, skera niður bruðl og bæta stjórnun. Hagsveiflur ganga út á þetta lögmál eins og nafnið gefur til kynna; sveiflur upp á við og sveiflur niður á við. Tími hagræðingar og aðhalds er kominn hjá bönkunum. Ég hef litlar efasemdir um að þeir munu standa af sér stórviðrið og rísa upp þegar færi gefst.
Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)